Upphaf fyrirtækisins

ITHG AI varð til útfrá þeirri framtíðarsýn að vilja styðja hefðbundnar atvinnugreinar og fyrirtæki í því að tileinka sér byltingarkennda möguleika gervigreindar. Við sáum að örar tækniframfarir og aukin krafa um nýsköpun kalla á sérsniðnar lausnir fyrir fjölda fyrirtækja. Með okkar reynslu á sviði tækni og viðskipta ákváðum við að stofna ITHG AI til að veita fyrirtækjum sérhæfða ráðgjöf við innleiðingu á AI lausnum. Markmið okkar er að byggja upp sterk viðskiptasambönd og tryggja að innleiðing á gervigreind gangi snurðulaust fyrir sig og skili áþreifanlegum árangri.

Sýn

Við stefnum á að vera leiðandi fyrirtæki í innleiðingu á gervigreindarlausnum, með megináherslu á Norðurlöndin og Bandaríkin. Við viljum stuðla að nýsköpun og skapa verðmæti fyrir fyrirtæki með því að bæta frammistöðu þeirra, auka skilvirkni og efla samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum mörkuðum.

Hlutverk ITHG AI er að verða fyrirmyndarfyrirtæki sem styður við innleiðingu gervigreindar með sérsniðnum lausnum, byggðum á þörfum fyrirtækja á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Við vinnum markvisst að því að hámarka virði fyrirtækja með tækni sem eykur skilvirkni og bætir frammistöðu.

Hlutverk

Gervigreind fyrir sjálfbæra framtíð

Sjálfbærni er grunnstoð hjá ITHG AI. Við teljum að framtíðarviðskipti verði drifin áfram af ábyrgri nýtingu auðlinda, og þar gegnir gervigreind lykilhlutverki. Með því að nýta gervigreind getum við aðstoðað viðskiptavini okkar við að stíga skref í átt að umhverfisvænni rekstri, þar sem framleiðsla er í hámarki og sóun í lágmarki. Við erum stolt af því að bjóða upp á lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærum rekstri til framtíðar.

AI lausnir okkar hjálpa fyrirtækjum að nýta orku á skilvirkari hátt, draga úr sóun og taka upplýstari ákvarðanir sem stuðla að bæði efnahagslegum og umhverfislegum ávinningi. Hvort sem um ræðir forspárlíkön til að viðhalda búnaði eða að fínstilla birgðakeðjur til að draga úr kolefnisspori, leggjum við áherslu á tækni sem eykur sjálfbærni fyrirtækja.

Orkunýtni

Með AI lausnum fyrir orkustjórnun getum við hjálpað fyrirtækjum í framleiðslu, smásölu og flutningum að draga úr orkunotkun um allt að 30%, sem leiðir til lægri rekstrarkostnaðar og minni umhverfisáhrifa.

Minni sóun

Með greiningu gagna og forspárlíkönum hjálpum við fyrirtækjum að hámarka auðlindanýtingu, minnka sóun og bæta framleiðsluferla á sjálfbæran hátt.