Notaðu gervigreind til að breyta framleiðsluferlum með snjöllum, gagnadrifnum lausnum. Gervigreind metur þörfina á viðhaldi og gerir fyrirtækinu kleift að lágmarka truflanir í framleiðslunni með því að spá fyrir um viðhaldsþörf tækja og tryggja þannig óslitna framleiðslu. Að auki þá fínstillir gervigreindin framleiðslulínur með því að bera kennsl á flöskuhálsa, bæta vinnuflæði og draga úr sóun. Gervigreindin getur þannig bætt alla þætti framleiðsluferlisins, allt frá því að spá fyrir um eftirspurn til þess að betrumbæta gæðaeftirlit, og þannig leitt til lægri kostnaðar, meiri skilvirkni og sveigjanlegra framleiðsluumhverfis.